Jóhannes Þór Skúlason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jóhannes Þór Skúlason (fæddur í Reykjavík 24. janúar 1973) er íslenskur sagnfræðingur, almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi aðstoðarmaður og ræðuhöfundur forsætisráðherra Íslands Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Jóhannes Þór tók þátt í starfi InDefence hópsins frá október 2008 til febrúar 2011.

Menntun og fyrri störf[breyta | breyta frumkóða]

Jóhannes Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1993 og B.A prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann lauk námi í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 2000. Jóhannes Þór starfaði sem grunnskólakennari við Seljaskóla í Reykjavík frá 2000 til 2011. Hann starfaði hjá Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins[1] frá febrúar 2011 til apríl 2013. Jóhannes Þór gegndi stöðu aðstoðarmanns forsætisráðherra frá maí 2013[2] til apríl 2016. Hann hefur rekið almannatengslafyrirtækið Orðspor[3] en frá árinu 2018 hefur hann verið framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.