Jérôme Lejeune

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jérôme Jean Louis Marie Lejeune (fæddur 13. júní 1926 í Montrouge, dáinn 3. apríl 1994) var franskur erfðafræðingur og barnalæknir. Hann er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á erfðagöllum í mönnum, einkum fyrir að hafa uppgötvað orsök Downs-heilkennis.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Jérôme Lejeune lærði barnalækningar og lagði hann stund á þær af mikilli kostgæfni. Snemma sýndi hann þó mikinn áhuga á erfðafræðilegum viðfangsefnum og helgaði mestan hluta starfsævi sinnar rannsóknum á því sviði. Árið 1951 gekk Lejeune til liðs við rannsóknateymi Raymonds Turpin þar sem sjónum var beint að því að finna orsök „mongolisma“ (Downs-heilkennis). Að afloknu herþjónustuhléi í hverju hann kynntist og kvæntist ungri danskri konu að nafni Birthe Bringsted sneri hann aftur til liðs við teymi Turpins að herþjónustu lokinni og vann hann þá náið með ungri konu að nafni Marthe Gautier. Það samstarf átti eftir að skila miklum framförum í rannsóknum hans á Downs heilkenni, en dr. Gautier kynnti honum nýja tækni til ræktunar bandvefsfrumna sem hún hafði kynnst við nám í Bandaríkjunum.[1] Það var þessi samvinna sem varð til þess að árið 1959 birtust fyrstu greinar Lejeune um uppgvötun hans um þrístæði litnings 21[2][3] Þessa uppgvötun sína hafði hann gert þegar hann var með ungan dreng til meðferðar við Downs heilkenni árið 1958.[4]

Trúin og skoðanir[breyta | breyta frumkóða]

Jérôme Lejeune var alinn upp í kaþólskri trú og átti sú trú eftir að fylgja honum allt hans líf og móta skoðanir hans á hinum ýmsu málefnum. Til að mynda var hann mjög mótfallinn því að leyfa notkun getnaðarvarnarlyfja, en lög þess efnis tóku gildi í Fraklandi árið 1967. Honum þótti slík lyfjanotkun ganga í bága við kristið siðferði, og þegar umræða um lögleiðingu fóstureyðinga, meðal annars á fóstrum með Downs heilkenni, hófst upp úr 1970 stóð hann fyrir undirskriftasöfnun gegn henni[1]. Hann taldi Jóhannes Pál páfa II meðal persónulegra vina sinna og útnefndi sá síðarnefndi hann til setu í Vísindaakademíu Páfagarðs (Pontificia Academia Scientiarum)[5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 S. Gilgenkrantz og E. M. Rivera (2003) „The history of cytogenetics: Portraits of some pioneers.“ Annales de génétique 46, 433-442.
  2. J. Lejeune, M. Gautier og R. Turpin (1959) „Les chromosomes humains en culture de tissus.“ Comptes rendus de l'Académie des sciences 248, 602–603.
  3. J. Lejeune, M. Gautier og R. Turpin (1959) „Étude des chromosomes somatiques de neuf enfants mongoliens“ Comptes rendus de l'Académie des sciences 248, 1721–1722.
  4. J. de Grouchy (2004). „Jérôme Lejeune 1927-1994.“ Sótt 30. september 2011 af [1].
  5. F. Hecht (1994) „Jérôme Lejeune (1926–94): In Memoriam.“ American Journal of Human Genetics. 55, 201–202.