Itzehoe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðborg Itzehoes.

Itzehoe er bær í sambandslandinu Slésvík-Holtsetalandi í N-Þýskalandi. Íbúar bæjarins er um 32.000 (2021). Bærinn er höfuðstaður Kreis(héraðs) Steinburg.

Bærinn liggur vid ánna Stör, sem er skipaleið að Saxelfi, 51 km norðvestan við Hamborg og 24 km norðan við Glückstadt.

Sögulegar byggingar bæjarins eru meðal annars, Sankti Laurentiikirkjan frá 12. öld, hið sögufræga ráðhús, og eru elstu hlutar þess frá árinu 1695, Klosterhof og leifar af Cistercienserklaustri, sem byggt var árið 1256.