Istedljónið
Istedljónið er stór myndastytta eftir danska myndhöggvarannn Herman Wilhelm Bissen. Istedljónið stendur fyrir framan Týhúsið í Kaupmannahöfn (Tøjhuset) sem áður fyrr var vopnabúr konungs og er staðsett í Søren Kierkegaards Plads. Þar er núna safn (Týhússafnið).
Isedljónið stóð upphaflega í kirkjugarðinum í Flensborg, sem þá tilheyrði Danmörku. Styttan var sett þar upp á stöpull árið 1862 til minningar um þá Dani sem féllu í dansk-þýzka stríðinu 1848 – 1850 og aðallega um þá sem féllu í bardaganum við Isted (d. Slaget på Isted Hede). Við þann bardaga er ljónið einnig kennt. Árið 1864, þegar Þjóðverjar tóku Flensborg, fluttu þeir ljónið til Berlínar og settu það upp í herskólanum í Gross-Liehter-felde. Danir fengu þó ljónið heim aftur til Danmerkur eftir síðari heimsstyrjöldina. Það var árið 1945 og var gjöf frá Bandaríkjaher.