Páskaeyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Isla de Pascua)
Risahöfuðin (moai) á Páskaeyju eru talin gerð á 17. og 18. öld

Páskaeyja (pólýnesíska: Rapa Nui, spænska: Isla de Pascua) er eyja í Suður-Kyrrahafi sem tilheyrir Chile. Eyjan er 3.526 km frá meginlandinu og 2.075 km frá næstu byggðu eyju, Pitcairn. Íbúafjöldi er 5.806 (skv. manntali 2012) og af þeim búa 3.791 í höfuðborginni Hanga Roa.

Eyjan er fræg fyrir stórar steinstyttur (moai) sem eru um fjögurra alda gamlar. Þær eru 887 talsins á eyjunni. Þótt oft sé talað um þær sem „steinhöfuð“ hafa þær raunar búk, en nokkrar hafa sigið svo aðeins höfuðin standa uppúr. Var henni svo nafn gefið af Jacob Roggeveen sökum þess að hann rakst á hana á páskasunnudegi.