Fara í innihald

Irma Boom

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Irma Boom.

Irma Boom (fædd í Lochem, Hollandi þann 15. desember 1960) er grafískur hönnuður sem starfar í Amsterdam og sérhæfir sig í bókahönnun.

Irma Boom lærði grafíska hönnun við AKI Art Academy í Enschede. Eftir útskrift starfaði hún í fimm ár við Hollensku ríkisútgáfuna í Haag. Árið 1991 stofnsetti hún Irma Boom Office, sem starfar bæði á innlendum og erlendum vettvangi í bæði menningar- og einkageiranum. Meðal skjólstæðinga eru Ríkissafnið í Amsterdam, Paul Fentener van Vlissingen (1941-2006), Inside Outside, Museum, Boijmans Van Beuningen, Zumtobel, Ferrari, Vitra International, NAi Publishers, Sameinuðu þjóðirnar og OMA/Rem Koolhaas, Koninklijke Tichelaar, og Camper.

Frá 1992 hefur Boom verið gagnrýnandi við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og heldur fyrirlestra og námskeið um allan heim. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og var yngst til að hljóta Gutenberg-verðlaunin fyrir heildarverk sín.

Í fimm ár starfaði hún við hönnun og ritstjórn SVH Think Book 1996-1896 fyrir SVH Holdings í Utrecht. Bókin telur alls 2.136 blaðsíður og var gefin út á bæði ensku og kínversku.

Hönnun hennar á „Weaving as Metaphor“ eftir bandarísku listakonuna Sheilu Hicks fékk verðlaunin The Most Beautiful Book in the World á bókahátíðinni í Leipzig.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.