Fara í innihald

Innyflaspámaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Innyflaspámaður (eða iðrablótsmaður) (latína: haruspex) var maður í Rómaveldi til forna sem las í framtíðina úr innyflum fórnardýra, s.s. sauðkinda og jafnvel fugla. Talið er að þessi athöfn að „ráða þarma“ sé komin frá Etrúrum, en orðið er af etrúskum uppruna. Innyflaspá minnir að nokkru leyti á það sem fuglaspámenn stunduðu og aðra álíka spámenn sem gátu lesið í framtíðina.

Innyflaspár hafa einnig farið fram hér á landi, og eru enn stundaðar sumstaðar, til að lesa í veðrið næstu misseri.


  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.