Inga Bergmann Árnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inga Bergmann Árnadóttir
Fædd1955
StörfPrófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands

Inga Bergmann Árnadóttir (f. 1955) er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Inga lauk cand odont prófi í tannlækningum frá Tannlæknaskólann í Árósum í Danmörku 1981. Nam samfélagstannlækingar við Nordiska Hälsovårdshögskolan in Gautaborg 1983 með lokaverkefni um: Sammehæng mellem forbrug af sukker og caries i Island. Meistarapróf í lýðheilsu M.P.H í stefnumörkum og stjórnun í heilsuvernd með áherslu á tannvernd við University of North Carolina, Chapel Hill 1995, með lokaverkefni: Approximal caries and sugar consumption in Icelandic teenagers. Doktorsprófi (Doctor odont) frá Háskóla Íslands árið 2005 um Tannheilsu og lífsstíl íslenskra unglinga (Dental health and related lifestyle factors in Icelandic teenagers[1]).

Árin 1985-1987 var Inga stundakennari við tannlæknadeild og adjunkt frá 1987-1993 og fagstjóri á námsbraut tanntækna í samvinnu við Fjölbrautarskólann við Ármúla. Hún var lektor við Tannlæknadeild 1997, dósent frá 2003 og prófessor frá 2009, fyrst kvenna við Tannlæknadeild. Inga var einnig fyrsta konan sem gegndi deildarforsetastöðu í Tannlæknadeildar frá 2006-2010. Nú er Inga prófessor í Tannlæknadeild Háskóla Íslands[2]

Rannsóknir Ingu spanna vítt svið innan tannheilsu og tengdum lífsstíl barna og unglinga. Hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna.

Inga hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Sem dæmi má nefna situr hún nú í doktorsnámsnefnd og vísindanefnd á Heilbrigðisvísindasviði og nefnd um samfélagsvirkni akademískra starfsmanna og nefnd Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar.

Æska og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Ingu voru Kristín Gísladóttir, húsfreyja og saumakona (1914 – 1994) og Árni Bergmann Oddsson verkstjóri (1909 – 1972). Inga á tvö börn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Inga B. Árnadóttir. (2005). Dental health and related lifestyle factors in Icelandic teenagers. Óbirt doktorsritgerð. Reykavík: University of Iceland.
  2. Inga Bergmann Árnadóttir. Ferilskrá, https://ugla.hi.is/pub/hi/simaskra/cv/238e93c67017.pdf.

Rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

  • Ann-Katrin Johansson, Inga B. Arnadottir, Göran Koch og Sven Poulsen. (2017). Dental erosion. Í Goran Koch, Sven Poulsen, Ivar Espelid og Dorte Haubek, Pediatric denttistry: A clinical approach (bls. 161-174). Chichester: Wiley Blackwell.
  • Inga B. Árnadóttir. (2016). Tannheilsa og forvarnir tannsjúkdóma íslenskra unglinga. Í Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender, Ungt fólk. Tekist á við tilveruna (bls. 59–70). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Mulic, A., Árnadóttir, I. B., Jensdottir, T. og Kopperud, S. E. (2018). Opinions and treatment decisions for dental erosive wear: A questionnaire survey among Icelandic dentists. International Journal of Dentistry. Article ID 8572371. Volume 2018. https://doi.org/10.1155/2018/8572371
  • Wang, N. J., Petersen, P. E., Sveinsdóttir, E. G., Árnadóttir, I. B. og Källestål, C. (2018). Recall intervals and time used for examination and prevention by dentists in child dental care in Denmark, Iceland, Norway and Sweden in 1996 and 2014. Community Dent Health, 35(1): 52–57. doi: 10.1922/CDH_4186Wang06
  • Arnadóttir, I. B., Holbrook, W. P., Eggertsson, H., Guðmundsdóttir, H., Jonsson, S. H., Gudlaugsson, J. O., Eliasson, S. T. og Agustsdottir. H. (2010). Prevalence of dental erosion in children: a national survey. Community Dent Oral Epidemiol, 38(6): 521– 526. doi: 10.1111/j.1600-0528.2010.00559.x
  • Agustsdottir, H., Gudmundsdottir, H., Eggertsson, H., Jonsson, S. H., Gudlaugsson, J. O., Saemundsson, S. R., Eliasson, S. T., Arnadottir, I. B. og Holbrook, W. P. (2010). Caries prevalence of permanent teeth: a national survey of children in Iceland using ICDAS. Community Dent Oral Epidemiol, 38(4): 299–309. doi: 10.1111/j.1600-0528.2010.00538.x
  • Árnadóttir, I. B., Ketley, C. E., Loveren, C., Seppä, L., Cochran, J. A. Polido, M., Athanossouli, T., Holbrook, W. P. og O´Mullane, D. M. (2004). A European perspective on fluoride use in seven countries. Community Dent Oral Epidemiol, 32(Suppl. 1): 69–73.