Indverskt talnakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Indverskt talnakerfi er kerfi sem notað er á meginlandi Indlands til að lýsa stórum tölum. Algengustu einingarnar eru lakh sem merkir 100.000 og crore sem merkir 10.000.000 (tíu milljónir). Þannig er t.d. 150.000 rúpíur táknað með 1,5 lakh rúpíur og það er skrifað 1,50,000 rúpíur. Eins væri upphæðin 30.000.000 (þrjátíu milljón) rúpíur sama og 3 crore rúpíur sem væri skrifað 3,00,00,000.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]