Industria
Industria hf. | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | september 2003 |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Erling Freyr Guðmundsson, stjórnarmaður Stefán Baxter, CTO |
Starfsemi | Hugbúnaðarþróun |
Vefsíða | www.industria.com |
Industria var hugbúnaðarfyrirtæki sem vann að nýsköpun fyrir sjónvarps- og fjarskiptamarkaðinn. Fyrirtækið breytti um nafn árið 2010 í Raflagnir og ráðgjöf ehf og var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta 2012. Hugbúnaður þess Zignal var skilið frá fyrirtækinu og rekið undir nafninu Medizza sem svo varð að OZ árið 2013.
Stofnun
[breyta | breyta frumkóða]Industria var stofnað árið 2003 af frændunum Guðjóni Má Guðjónsyni, einnig þekktum sem Guðjóni í OZ og Erlingi Frey Gumundarsyni. Fyrirtækið teygði sig langt á nokkrum árum og árið 2007 var fyrirtækið með starfsemi á Írlandi[1], í Búlgaríu og Kína[2]. Á Industria að hafa haft nánast markaðsráðandi stöðu á Írlandi í ljósleiðaratækni árið 2007. [3]
Viðurkenningar og áhrif
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2007 fékk Industria útnefningu viðskiptatímaritsins CNBC Europe sem eitt af fimmtíu framsæknustu fyrirtækjum Evrópu.[4][5]
Nafnabreyting og Gjaldþrot
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2010 var nafn Industria breytt í Raflagnir og ráðgjöf ehf og 5. desember 2012 var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Þegar skiptum var lokið var ekkert fundið upp í lýstar kröfur upp á rúmlega 1.100 milljónir krónur. Guðjón Már sagði sig úr stjórn félagsins í maí 2011. Skráður eigandi félagsins var EG Capital sem var að fullu í eigu Erlings Freys [6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íslendingar tæknivæða Írland
- ↑ Industria til Kína
- ↑ Hyggjast stórefla söludeild Industria
- ↑ Starfa reynslunni ríkari í tærum sjó
- ↑ Industria útnefnt fyrir framsækni
- ↑ „Íslensk fjarskiptaútrás endaði illa“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. mars 2013. Sótt 9. ágúst 2013.