Iglur
Iglur | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Igla á steinum
| ||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Ættir | ||||||||
Arhynchobdellida eða Rhynchobdellida |
Iglur (eða seglrendur (sanguisuga) eða blóðsugur) (fræðiheiti: Hirudinea) eru liðormar. Til eru ferskvatns-, sjávar- og jarðiglur. Eins og ættingjar þeirra fáburstarnir þá hafa þeir gjörð. Margar iglanna eru blóðætur (sníkjudýr), þ.e. þær lifa á blóði fiska, froskdýra og spendýra með því að festa sig við þau og sjúga úr þeim blóð (þess vegna stundum bara kallaðar blóðsugur). Flestar iglanna eru þó rándýr, sem lifa á smáum ormum og öðrum hryggleysingjum.
Lækningaiglan (Hirudo medicinalis) sem lifir í Evrópu hefur verið notuð í þúsundir ára við blóðtöku. Iglan sprautar sérstöku efni í blóðið sem gerir það að verkum að það storknar síður.