Jan Moravék og hljómsveit flytja Austurstrætis-stomp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IM 76)
Jan Moravék og hljómsveit
Bakhlið
IM 76
FlytjandiJan Moravék, Stefán Edelstein, Pétur Urbancic, Axel Kristjánsson
Gefin út1955
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Jan Moravék og hljómsveit er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni leikur tríó og kvartett Jan Morávek lögin Tóna-boogie og Austurstrætis-stomp eftir Jan sjálfan. Hljómsveitina skipa auk Jan, þeir Stefán Edelstein, píanó, Pétur Urbancic, bassi, og Axel Kristjánsson gítar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Austurstrætis-stomp - Lag: Jan Morávek - Hljóðdæmi
  2. Tóna-Boogie - Lag: Jan Morávek - Hljóðdæmi


Jan Morávek[breyta | breyta frumkóða]

Jan Morávek var einn helsti hljómsveitarstjóri Íslenzkra tóna. Hann lék á mörg hljóðfæri, útsetti, þjálfaði sönghópa og samdi tónlist. Á þessari plötu hafði hann frjálsar hendur með tríói og kvartett. Nafn annars laganna er tilvísum í Íslenzka tóna; „Tóna-boogie”.