Pavel Lisitsian syngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IM 19)
Pavel Lisitsian syngur
Bakhlið
IM 19
FlytjandiPavel Lisitsian, Tatjana Kravtsenko
Gefin út1953
StefnaSönglög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Pavel Lisitsian syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Pavel Lisitsian tvö lög við píanóundirleik Tatjönu Kravtsenko. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Armenskt lag - Lag - texti: Dolucanjan
  2. Rósin - Lag - texti: Árni Thorsteinsson - Guðmundur Guðmundsson - Hljóðdæmi

Tilurð plötunnar[breyta | breyta frumkóða]

Armenski bariton-söngvarinn Pavel Lisitsian og píanóleikarinn Tatjana Kravsenko héldu nokkra tónleika á Íslandi á vegum MÍR í maí 1953. Þau fengu lofsamlega dóma fyrir flutning sinn og var upptöku af tónleikum útvarpað 31. maí 1953. [1][2] Tage Ammendrup fór þess á leit við listamennina að leika inn á plötu í þessari ferð og var talið viðeigandi að flutt yrði eitt lag frá Armeníu og eitt íslenskt lag. Rósin eftir Árna Þorsteinsson varð fyrir valinu sem fulltrúi íslenskra sönglaga. Pavel starfaði í Bolshoi leikhúsinu í Moskvu frá 1940-1966.

  1. Morgunblaðið, 9. júní 1953, bls. 8.
  2. Mánudagsblaðið, 1. júní 1953, bls. 8.

Pavel Lisitsian[breyta | breyta frumkóða]