Fara í innihald

Hátekjuland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hátekjulönd samkvæmt Alþjóðabankanum.

Hátekjuland er samkvæmt Alþjóðabankanum land þar sem vergar þjóðartekjur á mann eru 12.236 bandaríkjadalir eða hærri, reiknað út með Atlasaðferðinni. Hugtakið er oft notað sem samheiti yfir fyrstaheimsland og þróað ríki, þótt þessi hugtök séu skilgreind á ólíkan hátt. Margar alþjóðastofnanir taka tillit til fleiri þátta þegar þau skilgreina lönd sem „þróuð lönd“. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru sum hátekjulönd líka þróunarlönd. Vatíkanið stendur utan við þessa skilgreiningu Heimsbankans.

Samkvæmt Heimsbankanum voru 78 lönd hátekjulönd árið 2018 og höfðu flest verið það frá upphafi. Meðal nýrra hátekjulanda síðustu ár má nefna Palá, Sankti Kristófer og Nevis, Chile og Úrúgvæ. Meðal landa sem áður töldust til hátekjulanda en gera það ekki lengur má nefna Rússland, Venesúela, Hollensku Antillaeyjar og Argentínu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.