Fara í innihald

Háffiskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háfiskar
Tímabil steingervinga: Snemma á devontímabili - nútíma
Hvítuggi (Carcharhinus longimanus)
Hvítuggi (Carcharhinus longimanus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur: Fasttálknar (Elasmobranchii)
Yfirættbálkur: Selachimorpha
Ættbálkar

Háfiskar (fræðiheiti: Selachimorpha) eru hópur fiska með stoðgrind úr brjóski og straumlínulagaðan skrokk. Þeir anda með fimm tálknopum (eða sex eða sjö eftir tegundum) sem mynda röð rétt aftan við höfuðið. Háfiskar eru með skráptennur á skinninu sem vernda þá fyrir sníklum og auka straumflæði skrokksins. Þeir hafa nokkrar raðir af endurnýjanlegum tönnum.

Minnsti háfiskurinn er dvergháfur (Euprotomicrus bispinatus), djúpsjávarfiskur sem aðeins verður 22 sm á lengd. Stærsti háffiskurinn, og jafnframt stærsti fiskurinn, er hvalháfur (Rhincodon typus) sem verður tólf metra langur og nærist eingöngu á svifi, líkt og stórhveli.

Háfiskar eru greindar skepnur þó að þeir geti ruglast á sel og manni. Háfiskar halda sig á mismunandi stöðum og í mismunandi hópum. Nautháfur heldur sig við strendur Mexíkó en hvítháfur heldur sig frekar í heitum sjó til dæmis við strendur San Francisco. Margar strendur víða um heim eru vaktaðar fyrir háfiskum en í flestum tilfellum er varað við að stinga sér til sunds við bryggjur.

Háfiskar hafa ekki bein heldur brjósk. Þeir hafa sveigjanlega brjóskgrind sem gagnast þeim þegar þeir þurfa að synda langa vegalengd.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.