Hvati (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvati var landnámsmaður í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var vinur Ingimundar gamla, kom með honum til Íslands og fékk hluta af landnámi hans. Hann nam land norðan við landnám Jörundar háls, frá Mógilslæk til Giljár og bjó á Hvatastöðum, en það bæjarnafn þekkist nú ekki.