Fara í innihald

Hvarfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvarfsfjall og Hvarfið í Svarfaðardal, Tungurétt fremst

Hvarfið er hlíð Hvarfsfjalls (eða Hvarfshnjúks) á milli bæjanna Ytrahvarfs og Syðrahvarfs í Dalvíkurbyggð. Þar mætast Svarfaðardalur og Skíðadalur. Þarna eru gróðursælir urðarhólar og talsvert kjarr og útsýn fögur um byggðir dalanna enda er þar allmikil frístunda- eða sumarbústaðabyggð. Mikið berghlaup hefur fallið úr Hvarfshnjúk og kastast niður hlíðina og ystu tungur þess ná vestur yfir Skíðadalsá og upp í brekkurnar þar á móti og mynda fallega og vel gróna urðarhóla. Sá hluti berghlaupsins kallast Dælishólar. Tungurétt, skilarétt Svarfdælinga, er skammt fyrir utan hólana. Berghlaupið, sem kallast einu nafni Hvarfið, er með stærstu berghlaupum á Íslandi og virðist hafa fallið skömmu eftir ísaldarlok.[1]

  1. Ólafur Jónsson 1976. Berghlaup. Ræktunarfélag Norðurlands, Akureyri.