Hvaleyri
Hvaleyri er eyri sunnan við Hafnarfjörð. Nafnið Hvaleyri kemur frá frásögn sem segir að Flóki Vilgerðarson, Hrafna-Flóki, og félagar hafi fundu rekinn búrhval á eyri út frá Hafnarfirði. Á Hvaleyri bjó Halldór Jónsson hertekni. Jörðin Hvaleyri var talin 36,6 að dýrleika eftir Jarðabókinni 1861 og voru hlunnindi beitutekja, þangskurður og mikil kolaveiði. Nokkur kot voru í landi jarðarinnar. Þau hafa nú farið undir golfvöll. Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur (Hvaleyrarfólksvangur) árið 2009. Mikið fuglalíf er á svæðinu og þar eru oft sjaldséðir fuglar eins og gráhegrar.
Öldum saman hefur mikið landbrot hefur verið á Hvaleyri og bærinn verið færður oftar en einu sinni. Elsti verslunarstaður í Hafnarfirði Fornubúðir var á Hvaleyrargranda en var fluttur árið 1677 vegna landbrots af sjávargangi.
Í dag er Hvaleyri að stæðstum hluta nýttur undir gólfvöll.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Íhugunarefni á Hvaleyri,Morgunblaðið - Morgunblaðið F (29.11.2004)
- Hvaleyri við Hafnarfjörð[óvirkur tengill]
- Hvaleyri, Hvaleyrarhöfði, Sveinskort og Vesturkot (ferlir.is)
- Jörðin Hvaleyri til sölu, Þjóðólfur - 10.-11. tölublað (05.01.1869)
- Uppdráttur af Hvaleyrarfólksvangi 2009
- Gísli Sigurðsson, Fornubúðir,Saga - 2. tölublað (01.01.1961)