Fara í innihald

Hvörf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvörf (forngríska: περιπετεῖα, peripeteia) eru stefnubreyting á atburðarás í bókmenntaverki. Hugtakið er runnið frá Aristótelesi. Í riti sínu Um skáldskaparlistina skilgreinir hann það svo:

Hvörf er það, þegar á atburðarásinni verður alger stefnubreyting, eins og talað hefur verið um, og það á þann hátt að það sé sennilegt eða óhjákvæmilegt, eins og í Oídípúsi, þegar maðurinn kom til að gleðja Oídípús og losa hann við óttann vegna móðurinnar, en kom hinu gagnstæða til leiðar með því að ljóstra upp um uppruna hans.[1]

Aristóteles taldi að hvörf væru nauðsynleg í góðum harmleik og að best væri að þau færu saman við kennsl, eins og þegar Ödipus uppgötvar eigið ætterni. Í harmleikjum seinni tíma er oft en ekki alltaf að finna hvörf. Til dæmis eru þau greinileg í Makbeð eftir William Shakespeare en ekki eru allir sammála um að þau séu til staðar í Óþelló eftir sama höfund.[2]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Um skáldskaparlistina bls. 62.
  2. Jón Viðar Jónsson 1985, bls. 50-1.
  • Aristóteles (1976) (Kristján Árnason þýddi og ritaði inngang). Um skáldskaparlistina. Hið íslenska bókmenntafélag
  • Jón Viðar Jónsson (1985). Leikrit á bók. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.