Fara í innihald

Ödípús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ödipus)
Ödipus ræður gátu sfinxins eftir Jean Auguste Dominique Ingres (um 1805)

Ödípús, einnig ritað Ödipus eða Oidipús (Οἰδίπους Oidipous sem merkir „bólginn fótur“), var sagnkonungur í Þebu í Grikklandi hinu forna. Hans er getið víða í grískum bókmenntum, svo sem í Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu Hómers en einnig varð goðsagan um Ödípús Sófóklesi efni í harmleikina Ödípús konungur, Ödípús í Kólonos og Antígónu sem saman mynda Þebuleikina en svo eru nefnd varðveitt leikrit Sófóklesar, sem tengjast goðsögnum Þebu. Enn fremur var Ödípús viðfangsefni Ödípúsarkviðu, glötuðu grísku söguljóði eftir Kinæþon, og Þebukviðu eftir rómverska skáldið Statius.

Goðsögur um Ödípús virðast upphaflega hafa fjallað um leið hans til valda í Þebu[1] en hann varð kóngur í Þebu eftir að hafa ráðið niðurlögum sfinxins. Hann varð snemma harmræn hetja, sem drepur föður sinn (Lajos) og giftist móður sinni (Jóköstu eða Epiköstu) og kallar þannig hörmungar yfir fjölskyldu sína og borgina. Í harmleikjum Sófóklesar fjallar sagan um máttleysi mannsins gagnvart örlögum sínum.

Kenning sálgreinandans Sigmunds Freud um Ödipusarduld er nefnd eftir Ödípúsi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Morford, Lenardon og Sham (2011): 421.
  • Morford, Mark P.O., Robert J. Lenardon og Michael Sham (2011). Classical Mythology international ninth edition (Oxford: Oxford University Press).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.