Fara í innihald

Hvítuklettar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvítuklettar í Dover

Hvítuklettar í Dover (enska: White Cliffs of Dover) eru klettar sem standa við Ermarsundið og snúa að Frakklandi. Klettarnir eru hluti North Downs-hóla í Suður-Englandi og eru allt að 107 m að hæð. Klettarnir eru úr hvítum kalksteini og svörtum tinnusteini og eru á ströndinni vestan og austan við bæinn Dover í sýslunni Kent, sem er gamall og mikilvægur hafnarbær.

Í Bretlandi eru klettarnir taldir mjög táknrænir vegna þess að þeir snúa að meginlandi Evrópu þar sem Ermarsundið er þrengst. Þar hafa innrásir verið gerðar og litið er á klettana sem útvörð. Vegna þess að Dover var í alfaraleið til meginlands Evrópu fyrir komu flugvéla voru klettarnir annað hvort það fyrsta eða síðasta sem sást af Englandi þegar farið var til Evrópu eða komið þaðan.

Klettarnir veðrast smám saman og þeir minnka um allt að 1 cm á ári. Stundum hrynja björg úr klettunum í sjó fram, t.d. árið 2001.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.