Hunga Tonga
Útlit
Hunga Tonga–Hunga Haʻapai er neðansjávareldfjall og fyrrum eyja (2009 til 2022) um 65 km norður af Tongatapu, megineyju kyrrahafsríkisins Tonga. Þar rekast Kyrrahafsplatan við Indó-áströlsku-plötuna í jarðskorpunni.
Árið 2009 sameinuðust eyjarnar Hunga Tonga og Hunga Haʻapai í eldgosi. Í janúar 2022 varð gríðarstórt sprengigos sem myndaði flóðbylgju og heyrðist sprengingin alla leið til Alaska. Nokkur dauðsföll urðu á Tonga og í Perú af völdum flóðbylgjunnar. Gosstrókurinn náði upp í tæpa 60 km hæð og var sá stærsti sem sögur fara af.
Aðeins klettar urðu eftir af eyjunum eftir gosið.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hæsti gosstrókur sem sögur fara af Rúv, sótt 9/11 2022