Hundrað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hundrað eða hundruð er tölunafnorð sem á við tug tuga, sem er táknað með tölustöfunum einum og núlli, 100 í tugakerfi. Eldri merking gat einnig verið stórt hundrað, sem er tylft tuga eða talan 120. Tímabilið hundrað ár kallast öld. Enn önnur merking orðsins var verðeining. Sérstaklega tíðkaðist lengi að meta dýrleika jarða á þann hátt.

Talan hundrað er táknuð með C í rómverskum tölustöfum.