Hugmyndaráðuneytið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hugmyndaráðuneytið er íslenskt samfélagsverkefni sem byggir á sjálfboðavinnu og tók til starfa 10. janúar 2009. Hugmyndaráðuneytið stendur fyrir reglulegum hópfundum þar sem frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn frá ólíkum sviðum atvinnulífins, háskólunum og stjórnsýslunni hittast og skiptast á hugmyndum, reynslusögum, hlusta á fyrirlestra, mynda tengsl og veita hverjum öðrum stuðning til framkvæmda.

Áhersla er lögð á jákvæðni og tækifæri. Hugmyndaráðuneytið leggur einnig sín lóð á vogaskálarnar í málefnum þar sem það telur sig geta látið gott af sér leiða.

Hugmyndaráðuneytið hittist alla laugardaga á hentugum stað í Reykjavík og er aðgangur ókeypis. Ráðuneytið rekur einnig frétta- og bloggsíðu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Almenn lýsing“. Sótt 6. mars 2009.