Fara í innihald

Hrognkelsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hrokkelsi)
Hrognkelsi

Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Beinfiskar (Osteichthyes)
Undirflokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Hrognkelsaætt (Cyclopteridae)
Ættkvísl: Cyclopterus
Tegund:
C. lumpus

Hrognkelsi (eða hrokkelsi) (fræðiheiti Cyclopterus lumpus) er nafn á fisktegund sem á íslensku gengur undir kynbundnum nöfnum. Það er rauðmagi eða grásleppa. Rauðmaginn er hrognkelsahængurinn (karlkyn) og grásleppan hrygna hrognkelsis (kvenkyn). Rauðmaginn elur önn fyrir hrognunum sínum.

Íslendingar hafa veitt hvortveggja í net, en grásleppunetin eru nokkru stórriðnari en rauðmaganetin, enda grásleppan stærri. Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness segir á einum stað: „Þeir sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagakallar, en alltaf grásleppukarlar“.

Þjóðsagan

[breyta | breyta frumkóða]

Til er gömul sögn um það hvernig hrognkelsin hafi orðið til og marglyttan. Og sagan er á þá leið að einhverju sinni hafi Jesús Kristur verið á gangi með sjó fram. Þá bar svo við að Kristur hrækti í sjóinn „og af því varð rauðmaginn". Sankti Pétur hafði verið í för með meistara sínum að þessu sinni. Og er hann sá að Kristur hrækti í sjóinn þá gerði hann það líka „og af þvi varð grásleppan“. — Kölski var á flakki um þessar mundir og sá til ferða þeirra Krists og Péturs. Hljóp hann nú niður að sjó og fór i humátt á eftir þeim, því hann fýsti að vita hvaða erindi þeir ættu niður i fjöru og inn með öllum sjó. Og er hann sá að þeir hræktu í sjóinn, þá gerði hann slíkt hið sama. En af þeim hráka varð marglyttan og vita menn ekki til þess að hún sé til nokkurs nýt.

Ef hrognkelsi kom á öngul manna var það afleitt og táknaði bráða feigð þess er dró. Það þótti einnig vita á ofsaveður ef grásleppa sást vaða í vatnsborðinu.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.