Satan
Útlit
(Endurbeint frá Kölski)
Satan (hebreska: śāṭān) er nafn á persónugerðum óvini guðs, og venjulega notaður sem tákn alls ills, í gyðingdómi og öðrum abrahamískum trúarbrögðum. Samkvæmt Biblíunni helgiriti Kristninna manna er hann drottnari Helvítis og erkióvinur Guðs. Í bókinni Paradísarmissi eftir John Milton er hann erkiengillinn Lúsífer sem að gerir uppreisn gegn Guði og var honum refsað með því að vera sendur til Helvítis þar sem hann er sagður drottna nú.
Á 20. öld hafa sprottið upp nýtrúarhreyfingar Satanista sem tilbiðja Satan sem goð, ein þekktasta hreyfingin er Kirkja Satans sem var runnin undan rifjum bandaríkjamannsins Anton LaVey.