Hringbraut
Útlit
(Endurbeint frá Hringbraut (Umferðargata í Reykjavík))
- Fyrir sjónvarpsstöðina, sjá Hringbraut (sjónvarpsstöð). Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðrar merkingar.
Hringbraut er ein af aðalumferðargötum Reykjavíkur. Hún nær frá hringtorginu fyrir framan JL-húsið á Granda að mislægum gatnamótum við Snorrabraut, en þar eftir heitir hún Miklabraut. Hún skiptir þannig Vesturbænum í tvennt allt að hringtorginu á Melunum og skilur þar eftir Miðborgina frá Vatnsmýrinni. Við Hringbraut standa bæði Þjóðminjasafn Íslands, Félagsmiðstöð stúdenta, Landspítalinn og Umferðarmiðstöð Reykjavíkur.
Þegar Hringbraut var fyrst lögð var núverandi Snorrabraut hluti af henni og náði hún því nokkurn veginn í hálfhring utan um meginbyggð Reykjavíkur, og dregur nafn sitt af því.