Fara í innihald

Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins (á ensku The Lord Of The Rings: Fellowship Of The Ring) er ævintýramynd frá árinu 2001 og var leikstýrð af Peter Jackson. Myndin er fyrsta myndin af þremur sem byggjast á bók eftir J.R.R. Tolkien. Sagan er um Fróða Bagga (Frodo Baggins) sem fær í hendur hringinn eina sem er máttbaugur myrkrahöfðingjans Sauron. Þá leggur hann í ferð til eldfjallsins Dómsdyngju (Mount Doom) til þess að eyða hringnum. Með honum fara Gandalfur,(Gandalf) Sómi,(Sam) Kátur,(Merry) Pípinn,(Pipinn) Aragorn, Legolas og Gimli. Mikið ævintýri hefst og hætturnar leynast alls staðar.

Myndinni var fylgt eftir með Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal. Hún fékk óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku, förðun, tónlist og brellur.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The 74th Academy Awards (2002) Nominees and Winners“. oscars.org. Afrit af uppruna á 21. ágúst 2011. Sótt 19. nóvember 2011.