Hraundalsrétt
Útlit
(Endurbeint frá Hraundalsréttir)
Hraundalsréttir eru fjárréttir í mynni Hraundals á Mýrum, skammt frá eyðibýlinu Syðri-Hraundal. Réttin er margbreytileg bygging og liggja dilkarnir í ranghölum inn á hraunið. Hraundalsréttir voru á árum áður með fjölmennustu og þekktustu réttum landsins.
Sögur og sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar lýsir Eggert Hraundalsréttum ítarlega sem nokkurs konar markaði, þar sem komi saman bændur og sjómenn til að skiptast á sjávarafurðum og landbúnaðarvörum. Segir þar enn fremur að réttardagar séu þrír eða fjórir og sé þar stundum drykkjuskapur með tilheyrandi illdeilum og áflogum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.