Hrannar Már Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hrannar Már Gunnarsson (fæddur 5. apríl 1988) er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og er lögfræðingur BSRB[1]. Hann var áður lögfræðingur Neytendasamtakanna um árabil og hefur átt sæti í úrskurðarnefndum, starfshópum og ráðum á sviði neytendaréttar og vinnuréttar. Hrannar var virkur í félagslífi Borgarholtsskóla og var m.a. í ræðuliði skólans sem fór alla leið í úrslit MORFÍs árið 2007 en laut í lægra hald fyrir ræðuliði Menntaskólans við Hamrahlíð. Árið 2014 var Hrannar einn af umsækjendum um stöðu útvarpsstjóra RÚV ohf.[2]

Hrannar er stuðningsmaður Víkings[3] og situr í stjórn knattspyrnudeildar félagsins.[4]

Hrannar skrifaði BA ritgerð á sviði skaðabótaréttar sem bar heitið Hæstiréttur og hálkuslysin[5] en meistararitgerð hans var á sviði leiguréttar.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Starfsfólk. BSRB
  2. „39 sækja um stöðu útvarpsstjóra - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (enska). Sótt 1. júlí 2019.
  3. „Stuðningsmenn Víkings leiðréttu "mistök" Pepsi-markanna og afhentu Róberti Pepsi-kassa og gjafabréf - Vísir“. visir.is. Sótt 1. júlí 2019.
  4. „Stjórn“, Víkingur , 29. júní 2019, sótt 1. júlí 2019
  5. Hrannar Már Gunnarsson (2013). Hæstiréttur og hálkuslysin.
  6. Hrannar Már Gunnarsson (2015). Vanefndir og vanefndaúrræði aðila leigusambands.