Hrannar Már Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrannar Már Gunnarsson (fæddur 5. apríl 1988) er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og er lögfræðingur BSRB[1]. Hann var áður lögfræðingur Neytendasamtakanna um árabil og hefur átt sæti í úrskurðarnefndum, starfshópum og ráðum á sviði neytendaréttar og vinnuréttar. Hrannar var virkur í félagslífi Borgarholtsskóla og var m.a. í ræðuliði skólans sem fór alla leið í úrslit MORFÍs árið 2007 en laut í lægra hald fyrir ræðuliði Menntaskólans við Hamrahlíð. Árið 2014 var Hrannar einn af umsækjendum um stöðu útvarpsstjóra RÚV ohf.[2]

Hrannar er stuðningsmaður Víkings[3] og situr í stjórn knattspyrnudeildar félagsins.[4]

Hrannar skrifaði BA ritgerð á sviði skaðabótaréttar sem bar heitið Hæstiréttur og hálkuslysin[5] en meistararitgerð hans var á sviði leiguréttar.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Starfsfólk. BSRB
  2. „39 sækja um stöðu útvarpsstjóra - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 1. júlí 2019.
  3. „Stuðningsmenn Víkings leiðréttu "mistök" Pepsi-markanna og afhentu Róberti Pepsi-kassa og gjafabréf - Vísir“. visir.is. Sótt 1. júlí 2019.
  4. „Stjórn“, Víkingur, 29. júní 2019, sótt 1. júlí 2019
  5. Hrannar Már Gunnarsson (2013). Hæstiréttur og hálkuslysin.
  6. Hrannar Már Gunnarsson (2015). Vanefndir og vanefndaúrræði aðila leigusambands.