How to Be Good

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

How to be Good er skáldsaga eftir enska rithöfundinn Nick Hornby. Sagan fjallar um Katie og þá tilvistarkreppu sem hún er að kljást við. Hjónaband hennar og hins kaldhæðna rithöfundar Davids er afar lélegt og hún reynir því að skilja við hann. David breytist síðan snarlega eftir heimsókn til heilara að nafni DJ Goodnews. Hann lætur af allri kaldhæðni og leiðindum og reynir hvað eftir annað að breyta rétt í einu og öllu, m.a. að laga hjónabandið.