Hornhraði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hornhraði er heiti á hraða hringhreyfingar, táknuðum með ω. SI-mælieining: radían á sekúndu (rad/s) . Stefna vigurs hornhraðans er þvert á sléttu hringhreyfingarinnar og ákvarðast skv. hægrihandarreglu. Hornhraðinn 2π rad/s samsvarar horntíðninni einum hring á sekúndu.

Stærðfræðileg skilgreining á vigri hornhraða:

,

þar sem r er staðsetningarvigur, v hraðavigur og X táknar krossmargfeldi.

Stærð hornhraðans verður því:

þar sem θ er hornið milli r og v. Ef r og v eru hornréttir með fasta stærð r og v fæst ω = v/r.

Hringhreyfing, með fasta stærð hornhraðans, kallast jöfn hringhreyfing.