Fara í innihald

Holyrood

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð yfir Holyrood frá Holyrood Park. Í bakgrunni er Edinborgarkastali en í forgrunni er Skoska þingið og Holyroodhöll.

Holyrood (skoska: Halyruid, skosk gelíska: Taigh an Ròid) er hverfi í Edinborg, höfuðborg Skotlands. Hverfið liggur austan við miðborgina við endann á götunni Royal Mile. Holyrood gerðist hluti af Edinborg árið 1856 þegar borgarmörkin voru stækkuð. Á 18. og 19. öld voru nokkur brugghús og glersmiðjur í hverfinu.

Skoska þingið er með aðsetur í Holyrood. Þar má jafnframt finna Holyroodhöll sem er opinbert heimili þjóðhöfðinga Bretlands í Skotlandi. Holyrood Park er stór konungslegur almenningsgarður í hverfinu.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.