Holi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Konur í Nepal útbúa líkneski af djöflinum Holika sem brennd er á Hola vorhátíðinni

Holi er vorhátíð hindúa. Holi sem einnig er nefnd hátíð litanna er haldin hátíðlega í Indlandi og Nepal og er næststærsta hátíð hindúa, aðeins Dívalí er stærri. Holi er haldin á fullu tungli í Phalunga mánuði. Kvöldið fyrir aðalhátíðina eru líkneski Holika brennd á eldi og kallast það Holika Dahan. Það tíðkast á Holi hátíðinni að strá um litadufti og sprauta með lituðu vatni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]