Fara í innihald

Hnattræna gervihnattasímkerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hnattræna gervihnattasímkerfið eða GMSS (enska: Global Mobile Satellite System) er almennt heiti yfir kerfi landsnúmera fyrir gervihnattasíma frá ýmsum þjónustuaðilum, líkt og almenna farsímakerfið (PMLN) fyrir farsíma og almenna símkerfið (PSTN) fyrir fasttengda síma. GMSS-númer byrja á +881.

Árið 2023 voru aðeins tveir þjónustuaðilar sem höfðu fengið úthlutað númerum í kerfinu: Iridium Communications (+881-6/7) og Globalstar (+881-8/9). Áður hafði gervihnattasímþjónustan Inmarsat, sem er að mestu ætluð skipum, fengið landsnúmerið +870. Báðar þjónusturnar nota önnur landsnúmer líka, þar sem það getur verið mjög dýrt að hringja í +881. Iridium notar þannig Arisónanúmer til að ná í síma og Globalstar notar landsnúmer þar sem síminn er skráður. Gervihnattasímþjónustan Thuraya notar 882-16 sem er fyrir alþjóðleg símkerfi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.