Fara í innihald

Gervihnattasími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattasími (Inmarsat) í notkun í Indónesíu eftir jarðskjálfta árið 2005.

Gervihnattasími er farsími sem tengist öðrum símum eða símkerfum um gervihnetti í stað fjarskiptasella í kringum jarðstöðvar eins og GSM-sími. Gervihnattasímar eru notaðir á stöðum þar sem ekkert GSM-samband er til staðar, eins og á sjó, í óbyggðum og á hamfarasvæðum. Hægt er að nota gervihnattasíma nánast alls staðar á yfirborði Jarðar.

Þráðlausir gervihnattasímar eru eins og stórir farsímar með stefnuvirku örbylgjuloftneti. Fasttengdir gervihnattasímar (til dæmis um borð í skipum) líkjast veggsímum og eru tengdir við móttökubúnað á fjarskiptamastri skipsins.

Gervihnettir sem símarnir nýta sér eru ýmist staðtungl eða hnettir á lágbraut um Jörðu. Elsta símaþjónustan til almennra nota er breska fyrirtækið Inmarsat sem var stofnað árið 1979. Önnur algeng kerfi eru Iridium og Globalstar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.