Hnýfill
Útlit
Hnýfill (einnig nefnt kani eða kanni) er sá hluti bátsstefnis (oftast á seglbát) sem stendur upp fyrir borðstokkinn. Til er bæði framhnýfill og einnig afturhnýfill. Þegar sjór ólgar og vont er í veðri getur framhnýfillinn stungist í kaf og báturinn tekið inn á sig. Svíri er hnýfill skips þar sem brandar og stál (sem er efsti hluti stafns eða skuts á stórskipum) koma saman efst og fremst á stafni.