Hnífapar
Útlit
Hnífapar er haft um hníf og gaffal hvortveggja í sameiningu. Gafflinum er beitt með og gegn hnífi við neyslu matar. Orðið er eins hugsað og krókapar. Hnífurinn er eitt elsta verkfæri mannsins og hefur frá upphafi verið notað til að skera matinn í minni bita. Gaffalinn er öllu yngra amboð, og er notaður til að stinga í matinn og honum þannig lempað upp í munninn án snertingar fingra. Skeið telst ekki til hnífapars, en í munni almennings eru mörg önnur amboð til neyslu matar stundum höfð með undir þessu heiti, þó aðallega skeiðin.