Fara í innihald

Skeið (áhald)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Súpuskeið úr málmi.

Skeið er verkfæri sem er notað til að moka fæðu upp í munn. Skeið er þó ekki eingöngu notuð til að moka upp fæðu heldur einnig til að undirbúa hráefni til matarundirbúnings, svo til kölluð mæliskeið. Mælineiningar eru oftast teskeið og matskeið. Stærri skeiðar eru notaðar til að hræra saman hráefni. Áður fyrr voru notaðar skeiðar úr beini eða tré en nú til dags tíðkast nær eingöngu skeiðar úr stáli eða silfri.

Skeiðar hafa fundist Egyptalandi en fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um frumstæða skeið úr fílabeini sem og önnur ummerki um skeiðar úr tinnu og tré. Rómverjar og Forngrikkir bjuggu til skeiðar úr silfri og bronsi Á Shang tímabilinu í Kína notuðust menn við skeiðar úr beinum og voru smíðaðar með oddi sem gefur merki um þess að skeiðar hafi haft tvíhliða tilgang sem bæði hnífur og skeið og í Miðausturlöndum hafa fundist skeiðar sem múslimar notuðu til að borða súpu með.