Fara í innihald

Hljómar - Hljómar II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómar
Bakhlið
SG - 018
FlytjandiHljómar
Gefin út1968
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnTony Russell
Hljóðdæmi

Hljómar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja Hljómar tólf lög. Hljómplatan var hljóðrituð í stereo í London. Yfirumsjón með hljóðritun hafði Tony Russell. Ljósmynd á plötuumslagi tók Dezo Hoffman, London.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Sandgerður - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Þorsteinn Eggertsson
 2. Ástarsæla - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Þorsteinn Eggertsson
 3. Ég elska alla - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Þorsteinn Eggertsson
 4. Lífsgleði - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Þorsteinn Eggertsson
 5. Er hann birtist - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Þorsteinn Eggertsson
 6. Saga dæmda mannsins - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Þorsteinn Eggertsson
 7. Dansaðu við mig - Lag - texti: Wilson Pickett — Þorsteinn Eggertsson
 8. Ég mun fela öll mín tár - Lag - texti: B. Bryant — Þorsteinn Eggertsson
 9. Vertu kyrr - Lag - texti: Franklin/White — Þorsteinn Eggertsson
 10. Að kvöldi dags - Lag - texti: Young/Hilliard — Þorsteinn Eggertsson
 11. Ég er þreytt á þér - Lag - texti: Keller/Blume — Þorsteinn Eggertsson
 12. Regn óréttlætisins - Lag - texti: B. Bacharach — Þorsteinn Eggertsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Gunnar Þórðarson er einhver snjallasti gítarleikari okkar, og tónskáld gott, því lög hans bera af öðru, sem samið hefur verið af þessu tagi hér á landi síðustu árin. Og Gunnar er rétt að byrja. Hann er aðeins 23 ára. Framtíðin og enn stærri verkefni bíða hans. Tveimur árum áður en Gunnar fluttist frá Hólmavik var sex ára hnokki á Siglufirði að hjálpa foreldrum sínum að pakka niður, því þau voru að flytja til Keflavíkur. Þetta var Kristján Erlingur Rafn Björnsson. Hann fór að spila á harmoniku þrettán ára gamall og svo á gítarinn þegar hann kynntist Gunnari og þeir ákváðu að stofna hljómsveit. Þar sem Gunnar sér um tónlistarlegu hlið Hljóma, þá er það hlutverk Erlings að sjá um viðskiptalegu hliðina, og að sjá um rekstur hljómsveitar er annað en gaman — og vei þeim, sem neitar að borga Erlingi reikning.

Það vantaði bassaleikara þegar þeir Gunnar og Erlingur stofnuðu Hljóma og varð Rúnar Guðmundur Júlíusson fyrir valinu. Hann hafði nú ekki meiri áhuga á málinu í upphafi en það, að hann þekkti ekki einu sinni muninn á rafmagns-bassa og krókódíl. En mánuði síðar var hann farinn að spila með Hljómum. Hann var svo hræddur fyrstu vikurnar að hann sneri bakinu fram í sal. Þannig kann hann reyndar bezt við sig, eða þá að hann stendur upp á hátalarasúlunum, stigahandriði eða píanói. Og ef þið sjáið sérkennilega ljósakrónu í einhverju samkomuhúsinu, þá er ekkert víst að þetta sé ljósakróna, það getur alveg eins vel verið Rúnar Júlíusson, Fimleikaæfingar Rúnars í sviðinu eru stórkostlegar — enda maður iþróttamannslega vaxinn.

Aldursforseti Hljóma er Engilbert Jensen. Hann er ári eldri en Erlingur og eins og hann fæddur norður í landi og hvort sem menn vilja trúa því eða ekki; fæddur á Akureyri. En til að Jóhann Konráðsson og fleiri söngfuglar á Akureyri fengju að njóta sin, flutti Engilbert burtu ungur. Það stóð til að flytja til Keflavíkur, en bíllinn varð benzínlaus í Innri-Njarðvíkum, þar sem Engilbert bjó í eitt ár, unz hann labbaði sig til Keflavíkur, þar sem hann hefur búið síðan. Hann byrjaði fyrstur þeirra félaga í músikinni. Söng í barnakór, þegar hann var 13 ára og fór skömmu síðar að leika á trommur. Byrjaði með Hljómum árið 1964, en hætti eftir ár. Byrjaði samt aftur 1966 og má jafnvel segja að hinn tilþrifamikli söngur hans á hljómplötu þeirri, sem Hljómar sendu frá sér 1967 hafi átt sinn stóra þátt í því að vinsældir Hljóma urðu slíkar, að engin Önnur hljómsveit komst með tæmar þar sem þeir höfðu hælana.,

Shady Owens hefur aðeins verið með Hljómum í nokkrar vikur, en vænta má mikils af starfi hennar með hljómsveitinni, því hér er á ferðinni sérstaklega efnileg söngkona. Shady er 19 ára og hefur alið allan sinn aldur í fæðingarlandi sínu, Bandaríkjunum. Faðir hennar er amerískur en móðirin íslenzk. Shady söng á skóladansleikjum í Bandarikjunum og síðan með Óðmönnum eftir að hún fluttist til Íslands 1967.

Enn einn Keflvikingur kemur hér við sögu, því hlutur hans á þessari plötu er sízt minni en hinna. Það er Þorsteinn Eggertsson. Hann hefur gert alla textana á plötunni. Þorsteini er flest til lista lagt. Hann var dægurlagasöngvari fyrir 5—6 árum og söng m. a. með KK sextettinum. Síðan hefur hann teiknað og málað og haldið málverkasýníngar. Hann hefur gert marga texta, sem vinsælir hafa orðið; Leyndarmál, sem Dátar sungu, Ást í meinum, sem Savanna-tríóið söng, Gvendur á Eyrinni, sem var á síðari plötum Dáta, auk nokkurra texta á síðustu plötum Hljóma. Skulu ekki fleiri orð höfð um Hljóma, hvorki í gamni né alvöru, því fónninn bíður plötunnar. Góða skemmtun.