Hljómar - Hljómar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómar - Hljómar
Bakhlið
SG - 013
FlytjandiHljómar
Gefin út1967
StefnaPopp
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnTony Russell
Hljóðdæmi

Hljómar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum í nóvember árið 1967. Stereo hljóðritun í Chappell Recording Studios, London. Yfirumsjón:Tony Russell. Önnur vinnsla svo sem skurður og pressun fór fram í Þýskalandi. Forsíða: Hilmar Helgason Ljósmyndir á plötuumslagi tók Kristján Magnússon.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Heyrðu mig góða - Lag - texti: Gunnar Þórðarson - Ólafur Gaukur
  2. Sveitapiltsins draumur- Lag - texti: J&M. Philips - Ómar Ragnarsson
  3. Miðsumarnótt - Lag - texti: Þórir Baldursson - Þorsteinn Eggertsson
  4. Hringdu - Lag - texti: T. Hatch - Ómar Ragnarsson
  5. Þú og ég - Lag - texti: Gunnar Þórðarson - Ólafur Gaukur
  6. Æsandi fögur - Lag - texti: B. Verdi, B. Kaye & E. Gin - Ómar Ragnarsson
  7. Peningar - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
  8. Þú ein - Lag - texti: B. Bryant - Ómar Ragnarsson
  9. Einn á ferð - Lag - texti: Lennon–McCartney - Ómar Ragnarsson
  10. Syngdu - Lag - texti: Gunnar Þórðarson - Ólafur Gaukur
  11. Um hvað hugsar einmana snót - Lag - texti: J. Sebastian — Ómar Ragnarsson
  12. Gef mér síðasta dans - Lag - texti: J. Pomus & R. Shuman — Ómar Ragnarsson

Heyrðu mig góða - texti[breyta | breyta frumkóða]

Lag -texti: Gunnar Þórðarson - Ólafur Gaukur

Hey, hey, heyrðu mig góða.
þú gerir það nú,
gefðu mér blíðu þína.
Hey, hey, heyrðu mig vina,
þá verðurðu frú,
vertu mig ekki' að pína,
ég get bara' ekki beðið meir.
Hey, hey. heyrðu mig góða.
þú gerir það nú,
gefðu mér koss á vanga.
Hey, hey. heyrðu mig vina
ég vildi að þú
veittir mér sælu langa.
Saman gætum, við gengið tvö,
gengið fram veginn, sem liggur
til lífsins, en
Bíða, á ég þá bara að bíða,
tíminn er lengi. svo lengi að líða,
ég get það ekki meir.
Ég hélt að þú vildir mig og værir
stúlkan mín
vonaði að engum öðrum gæfir þú
gullin þín.
Bíða, á ég þá bara að bíða,
tíminn er lengi, svo lengi að líða,
ég get það ekki meir, ég get það
ekki meir, ég get það ekki meir.