Hjartasjúkdómafélagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna var stofnað 23. febrúar 1968. Stofnandi félagsins og fyrsti formaður þess var Sigurður Samúelsson hjartalæknir. Fyrsti gjaldkeri félagsins var Jónas Hallgrímsson. Félagið er aðili að Heimssamtökum hjartalækna og Evrópusamtökum hjartalækna.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Félagið sendir fulltrúa á fundi evrópska og alþjóðafélaga hjartalækna og heldur fræðslufundi á Íslandi um hjartasjúkdóma. Norrænar ráðstefnur hjartalækna voru haldnar á Íslandi árið 1989, 1999 pg 2009 en þá höfðu Eystrasaltslöndin bæst í hópinn. Næsta ráðstefna Nordic-Baltic Alliance eins og samband Norrænu og Eystrasalst hjartalæknasamtakanna heitir á ensku verður haldin í Helsinki í Finnlandi í júní 2019 en árið 2021 er aftur komið að Íslandi að halda þessa ráðstefnu. Félagið hefur tekið þátt í samvinnu Evrópulandanna og fleiri viið gerð kliniskra leiðbeininga Evrópusamtaka hjartalækna (European Society of Cardiology ESC) og fulltrúar þess hafa sótt aðalfundi, fundi um menntunarmál, gæðaskráningu og kliniskar leiðbeiningar þeirra samtaka. Auk þess hefur félagið látið sig málefni hjartalækninga og forvarna hjarta og æðasjúkdóma varða og verið stjórnvöldum til ráðgjafar og skrifað umsagnir um m.a. lagafrumvörp ofl. Félagið vann á árum áður að öðrum framförum í hjartalækningum svo sem því að teknar voru upp opnar hjartaaðgerðir og kransæðaþræðingar og víkkanir á Íslandi en sú saga er rakin nánar annarrsstaðar á síðunni.

Formenn[breyta | breyta frumkóða]

 • Sigurður Samúelsson, 1968–
 • Árni Kristinsson
 • Einar Baldvinsson
 • Guðmundur Oddsson
 • Magnús Karl Pétursson
 • Þórður Harðarson
 • Gestur Þorgeirsson
 • Ragnar Danielsen
 • Axel Sigurðsson
 • Karl Andersen
 • Þórarinn Guðnason, 2011–2018
 • Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 2018-

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.