Hinrik Daníel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hinrik Daníel var hirðstjóri á Íslandi um 1480 en óvíst er hvenær hirðstjóratíð hófst eða hvenær henni lauk.

Hann er aðeins nefndur í einu fornbréfi, bænarskrá Íslendinga vegna kvartana um vetursetur útlendra manna, saminni á Lundi í Lundarreykjadal 6. júlí 1479: „Hér með selja þeir ónytsamlegan pening inn í landið og taka þar fyrir skreið, smjör og slátur og vaðmál allt for dýrt og framar meir en sett er og samþykkt af hirðstjóranum Heyndrek Daniel og lögmönnunum báðum Brandi Jónssyni og Oddi Ásmundssyni ...“ Ætla mætti að Hinrik Daníel hefði verið hirðstjóri þetta ár og þá líklega aðeins norðan og vestan þar sem Diðrik Píning var einnig hirðstjóri á sama tíma. En þar sem Brandur Jónsson er nefndur í bréfinu og vitað að hann lét af lögmannsembætti 1478 má vera að verið sé að vísa í eldri samþykkt og kann því að vera að Hinrik Daníel hafi verið hirðstjóri á milli Hinriks Kepken og Diðriks Píning.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Hinrik Kepken
Hirðstjóri
(147? – 14??)
Eftirmaður:
Diðrik Píning