Himmelblå
Himmelblå | |
---|---|
Upprunaland | Noregur |
Fjöldi þáttaraða | 3 (1. þáttaröð: 2008, 2. þáttaröð: 2009, 3. þáttaröð: 2010) |
Fjöldi þátta | 24 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 45 mín |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | NRK |
Sýnt | 7. september 2008 – 15. apríl 2010 |
Himmelblå (á íslensku: Himinblámi) er norsk sjónvarpsþáttaröð sem sýnd er á NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og í Sjónvarpinu. Þættirnir eru byggðir á bresku drama þáttaröðinni Two Thousand Acres of Sky.
Um þættina
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir fjallar um lítið samfélag á eyjunni Ylvingen í norður Noregi.
Skólinn á eyjunni hefur fáa krakka á unglinsaldri og verður lokað ef að ekki fást tveir nemendur í viðbót. Framtíð samfélagsins er ótrygg. Fólkið í eyjunni auglýsir í dagblaði á landsvísu eftir fjölskyldu með tvö börn nógu gömul til að ganga í skólann, þau lofa starfi í ferðamannageiranum ef fjölskylda ákveður að búa á eyjunni.
Marit (Line Verndal), einstæð móðir í Ósló, vinnur sem kokkur á kvöldin og finnst henni að hún sjái börnin sín ekki nógu mikið. Besti vinur hennar Kim (Edward Schultheiss) hjálpar henni að sjá um börnin, Robin og Iris, meðan hún vinnur. Kim sýnir Marit auglýsinguna og hún sér þar tækifæri til þess að byrja nýtt líf og reka sitt eigið gistiheimili með morgunmat á eyjunni. Af því að fólkið var að leita að fjölskyldu á eyjuna þykist Kim vera eiginmaður Maritar og eftir viðtal er þeim boðið að vera á eyjunni. Breytingin á því að búa í borg og á eyju langt frá öllu öðru tekur á hjá fjölskyldunni. En þetta er líka stór breyting fyrir eyjaskeggja.
Vinsældir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu tvær þáttaraðirnar voru teknar upp á 168 dögum árin 2007 til 2008, fyrsta þáttaröðin var frumsýnd 7. september 2008. Þættirnir náðu miklum vinsældum frá upphafi og hefur að meðaltali milljón áhorfendur í hverri viku, það jafngildir fjórðungi íbúa Noregs. Nokkrum mánuðum síðar hófst önnur þáttaröðin, á lokaþáttinn horfðu 1 309 000 manns, sem gerði þættina að mest séðu drama þáttaröð í norskri sjónvarpssögu. Þriðja og jafnframt síðasta þáttaröðin var kláruð í september árið 2009, og var byrjað að sýna hana 7. mars 2010. Síðasti þátturinn var sýndur 25 apríl 2010.
Útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta þáttaröðin var gefin út á DVD mynddisk stuttu eftir að sýningum lauk. Eftir aðra þáttaröðina var einnig gefinn út DVD mynddiskur ásamt kassa með báðum þáttaröðum. Ásamt DVD útgáfum er hægt að sjá þættina án gjalds á vefsíðu NRK í Noregi.
Leikendur
[breyta | breyta frumkóða]Leikari | Hlutverk | Þáttaröð | |
---|---|---|---|
Line Verndal | Marit | Einstæð móðir, rekur gistihús | 1-2-3 |
Edward Schultheiss | Kim | Besti vinur Maritar og "eiginmaður" | 1-2-3 |
Elvira Haaland | Iris | Dóttir Maritar | 1-2-3 |
Sebastian Warholm | Robin | Sonur Maritar | 1-2-3 |
Ketil Høegh | Brynjar | Búðareigandi | 1-2-3 |
Guri Johnson | Liv | Brynjars fyrrverandi | 1 |
Ingrid Vollan | Britt | Eignikona Brynjars | 1-2-3 |
Lena Kristin Ellingsen | Karoline | Dóttir Brynjars og Liv | 1-2-3 |
Hallvard Holmen | Roy Harry Hansen | Bátareigandi | 1-2-3 |
Terje Skonseng Naudeer | Roland | Bróðir Vivians | 1-2-3 |
Nina Bendiksen | Vivian | Systir Rolands og prestur | 1-2-3 |
Mathias Calmeyer | Jens | Eiginmaður Vivian | 1 |
Ónefndur | Lille-Jens | Sonur Vivians og Jens | 1-2-3 |
Gunnar Søla | Amund | Faðir Vivian og Rolands | 1 |
Sigmund Sæverud | Johan | Eiginmaður Ingeborgar | 1-2-3 |
Julie Øksnes | Ingeborg | Eiginkona Johans | 1-2 |
John Sigurd Kristensen | Halle | Sonur Ingiborgar og Johans | 1-2-3 |
Zita Djenes | Klara | Húshjálp Halla frá Rúmeníu | 1-2-3 |
Eirik Evjen | Kristoffer | Skólaljósmyndari | 1-3 |
Iren Reppen | Monica | Kærasta Roys | 1-2 |
Marika Enstad | Rakel | Flytur aftur til eyjunnar | 2-3 |
Starfsfólk
[breyta | breyta frumkóða]- Hljóðmaður:Kjetil Trøan
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Himmelblå hjá NRK Geymt 8 október 2008 í Wayback Machine
- Ný þáttaröð af Himmelblå (norska)