Fara í innihald

Heymor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heymor kallast það hey og annað rusl sem sest í ull sauðkinda. Mikið heymor rýrir ullina mjög, og bændur sem selja ull reyna að hafa hana sem hreinasta til að auka sölumöguleika hennar. Erfitt er að hreinsa heymor úr ullinni og því getur heymorið jafnvel haldist í henni þar til búið er að marghreinsa hana. Stækjugula (stækja), heymor og þóf (til dæmis þófasneplar úr eldra reyfi) eru helstu meðferðargallar á íslenskri ull.

  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.