Hetjukvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hetjukvæði eru þau kvæði Eddu sem fjalla um mannlegar hetjur en ekki um goðin (a.m.k. ekki á beinan hátt). Flest þeirra fjalla um gullið sem Sigurður Fáfnisbani fann á Gnitaheiði og bölvunina sem fylgdi því. Hetjukvæðin eru 18 talsins, þau Helgakviða Hundingsbana I og II, Helgakviða Hjörvarðssonar, Grípisspá, Reginsmál, Fáfnismál, Sigurdrífumál, Brot af Sigurðarkviðu, Guðrúnarkviða I, II og III, Sigurðarkviða in skamma, Helreið Brynhildar, Oddrúnargrátur, Atlakviða, Atlamál in grænlensku, Guðrúnarhvöt og Hamdismál. Á mörkum hetjukvæða og goðakvæða liggja síðan Völundarkviða og Alvíssmál þar sem að efni þeirra og heimur er mitt á milli goðheima og mannheima.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Gísli Sigurðsson. Eddukvæði (Reykjavík: Mál og menning, 1998).
  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.