Hestburður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hestburður er forn íslenskt mælieining úr landbúnaði, þar sem átt var við magn af þurru heyi, sem einn hestur gat borið með góðu móti. Áætlað er að einn hestburður samsvari 100 kílógrömmum.

Á hvern hest í heybandi voru reiddir tveir baggar, u.þ.b. 50 kílógrömm hver. Þannig færðu hestarnir heyið heim að hlöðu eða stæði, eða að þeir reiddu það heim á þurrkvöll. Var útheyið, af engjum og flóum, þá bundið í svokallað votaband og reitt heim á þurrari stað til þurrkunar. Það var karlmannsverk að hengja baggana á klakk á klyfberanum og þegar strákar gátu komið bagga á klakk voru þeir kallaðir baggafærir.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?“. Vísindavefurinn.
  Þessi landafræðigrein sem tengist stærðfræði og landbúnaði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.