Herramenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Herramenn eru barnabækur fyrir yngstu lesendurna eftir breska rithöfundinn Roger Hargreaves. Herramenn eru einfaldar fígúrur sem hver hefur sinn eiginleika. Fyrsta bókin, Herra Kitli, kom út árið 1971. Alls urðu bækurnar um herramennina 52. Hann fylgdi þeim eftir með 39 bókum um ungfrúrnar frá 1981. Eftir lát hans 1988 hefur sonur hans, Adam Hargreaves, haldið áfram að semja nýjar sögur í báðum flokkunum.

Fjórar teiknaðar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir bókunum, sú fyrsta árið 1975.

Á Íslandi komu bækurnar um herramennina út hjá Iðunni frá 1980 í þýðingu Þrándar Thoroddsen.