Hermd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hermd er fimmta hljómplata íslensku hljómsveitarinnar Sign og kom út 2013. Platan er að mestu leyti tekin upp í Principal Studios (Þýskalandi), DugOut Studio (Svíþjóð) og Stúdíó Ragarök (Noregi).

Trommuleikari sænsku hljómsveitarinnar Pain of Salvation, Leó Margarit, sér um trommuleik á þessari plötu en trommurnar voru teknar upp undir stjórn upptökustjórans Daniel Bergstrand sem er meðal annars þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitunum Meshuggah, In Flames, Soilwork, Strapping Young Lad og fleirum.

Platan er á ensku eins og síðustu tvær plötur hljómsveitarinnar, með einni undantekningu sem er eitt vers í laginu Anger is the Killer, sem er á íslensku.

Ragnar Zolberg og Arnar Grétarsson unnu að lagasmíðum og upptökum í þrjú ár fyrir þessa plötu. Til liðs við bandið má heyra Ragnar Ólafsson (Ask the Slave & Árstíðir) syngja og spila á hljómborð en hér koma einnig fram gestirnir, Lay Low, Gísli Jón Þórisson og Mikael Hunter (Rising Tide).

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ghostly We Walk
  2. With the Stars
  3. Going Somewhere
  4. Step out from the Shadow
  5. When You Can't See the Glow (ft. Lay Low)
  6. Cut to the Bone
  7. Loss for Words
  8. Justify
  9. Phantom and I (ft. Mikael Hunter)
  10. Anger is the Killer
  11. If I were a Ghost