Fara í innihald

Hermann Jónasson (búfræðingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hermann Jónsson, ljósmynd tekin af Sigfúsi Eymundssyni

Hermann Jónsson, (f. 22. október, 1858, d. 6. desember, 1923) var búfræðingur og alþingismaður Húnvetninga fyrir Heimastjórnarflokkinn frá 1900 – 1908.

Foreldrar Hermanns voru Jónas Hallgrímsson (f. 1822, d. 1870) bóndi að Víðikeri í Bárðardal og Sigríður Jónsdóttir (f. 1826, d. 1894) húsfreyja. 1888 kvæntist Hermann Guðrúnu Jónsdóttur (f. 1863, d. vestanhafs) og eignuðust þau tvö börn.

Hann vann sem vinnumaður og lausamaður til 1882 en hóf þá búfræðinám og lauk Búfræðiprófi frá Hólum árið 1884. Eftir það dvaldi hann í Danmörku um skeið, þar af við nám í landbúnaðarháskólanum þar í sex mánuði. Fljótlega eftir heimkomuna gerðist hann Skólastjóri Alþýðuskólans í Hléskógum í Höfðahverfi frá 1887 – 1888. Var síðar skólastjóri Búnaðarskólans á Hólum 1888 – 1896. Bóndi á Þingeyrum 1896 – 1905 og ráðsmaður Laugarnesspítala 1905 – 1910. Eftir þetta dvaldist hann í Ólafsvík og Reykjavík til skiptis frá 1910 – 1917 og í Vesturheimi 1917 – 1922 og síðan í Reykjavík til æviloka.

Veturinn 1903 – 1904 dvaldist hann í vesturheimi, sendur af Búnaðarfélagi Íslands, til þess að kynna sér meðferð á saltkjöti og leita því markaðar. Hann stofnaði Búnaðarritið 1887 og var ritstjóri þess til 1899. Einnig var hann yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1906 og 1907.

Hermann ritaði ýmsar greinar og bækur um hugarefni sín, ásamt því að ritstýra Búnaðarritinu, en meðal annars barðist hann fyrir því á Alþingi að upp yrði tekin þegnskylduvinna fyrir ungmenni frá 18 til 24 ára. Þó er nær að kalla hugmyndir hanns vinnuskóla því hann gerði aðeins ráð fyrir sjö til átta vikna vinnu þar sem afköst væru ekki aðalatriðið heldur nám í bæði því að vinna og helst einhverju ákveðnu starfi eða iðn. Eins skrifaði hann greinar um til dæmis matarsalt og annað sem tengdist vesturför hanns og tilraunum til markaðssetningar á saltkjöti þar.

Dæmi um greinar og rit almenns eðlis:

Bækur um drauma dulræn efni

[breyta | breyta frumkóða]

Hermann gaf út tvær bækur um drauma og dulræn málefni, ásamt því að rita greinar um sama efni, þar sem hann tíundaði eigin reynslu og reyndi að skýra út berdreymi, hugboð og hugsýnir, en að hanns sögn var hann gæddur þessum hæfileikum. Bækurnar voru:

  • Draumar 1912
  • Dulrúnir 1914
  • Árið 1961 voru þessar tvær bækur síðan teknar saman og endurútgefnar með formála Grétars Fells undir heitinu, „Draumar og dulrúnir : ásamt skýringum á eðli og uppruna drauma.“